Kynferðisleg áreitni ekki umborin
Grindavíkurbær hefur brugðist við ábendingu sem kom frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem bent var á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni, enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu.
Grindavíkurbær er með stefnu og viðbragðsáætlun í ofangreindum atriðum, sbr. inngang í starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar: "Það er stefna Grindavíkurbæjar að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og önnur sálfélagsleg áreitni, svo sem kynbundin og kynferðisleg áreitni, verður undir engum kringumstæðum umborin. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt fordæmd". Þetta kemur fram í fundargerð frá bæjarráði Grindavíkur þann 2. janúar sl.