Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kylfingur.is fær fljúgandi start!
Laugardagur 28. maí 2005 kl. 23:41

Kylfingur.is fær fljúgandi start!

Nýr golffréttavefur Víkurfrétta, Kylfingur.is, fær fljúgandi start á fyrsta degi, en vefurinn var opnaður formlega í dag. Heimsóknir eru tíðar og vefurinn er uppfærður reglulega. Þannig hafa verið settar inn um 20 fréttir í dag á vefinn en blaðamenn og ljósmyndarar Kylfings.is eru nú á Toyota-mótaröðinni á Hellu. Jafnframt hefur verið sett inn myndasyrpa frá Hellu.

Inni á síðunni er m.a. spjallborð, þar sem lesendur geta tjáð sig um allt milli himins og jarðar tengt golfi og sagt sitt álit á vefnum. Þar má m.a. lesa að Kylfingur.is sé lifandi og skemmtilegur vefur. Það sé tær snilld að geta fylgst með gangi mála á mótum og það svona ört. Einn segir að það gerist ekki flottara og sá fjórði segir: Frábær vefur, gott að hafa góðan vef með nýjustu fréttum frá Íslandi þar sem hann er staðsettur í St.Andrews í ár. Gott framtak.

Starfsmenn Víkurfrétta þakka að sjálfsögðu áhugann og vonast til að eiga góða samfylgd með kylfingum um allt land og úti í heimi í allt sumar. Það er Valur Jónatansson, blaðamaður, sem heldur um stjórnina á Kylfingur.is. Samningar við erlendar fréttaveitur, eins og t.d. Reuters tryggja gott aðgengi að nýjustu golffréttum utan úr heimi og þá er Kylfingur.is að byggja upp mikið og þétt tengslanet um allt land til að tryggja allar nýjustu golffréttirnar inn á vefinn um leið og þær gerast.

Senda má fréttaskot og tilkynningar á [email protected] eða hafa samband við Val Jónatansson í síma 899 0939.

Ritstjóri Kylfings.is er Páll Ketilsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024