Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. mars 2004 kl. 09:12

Kýldur í andlitið við 10-11

Karlmaður um tvítugt varð fyrir líkamsárás fyrir utan 10-11 verslun við Hafnargötu í Keflavík um klukkan tíu í gærkvöldi. Maðurinn sagði lögreglu að hann þekkti óljóst árásarmanninn sem kýldi hann tvö hnefahögg í andlitið. Hann var fluttur bólginn í andliti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann hefur kært líkamsárás og málið er í rannsókn. Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024