Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvótinn: Tvö Grindavíkurfyrirtæki meðal tíu stærstu
Þriðjudagur 9. júní 2009 kl. 09:13

Kvótinn: Tvö Grindavíkurfyrirtæki meðal tíu stærstu


Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík eru meðal 10 stærstu útgerðarfyrirtækja landsins miðað við kvótastöðu 100 stærstu fyrirtækjanna, samkvæmt nýrri samantekt Fiskistofu.
Í fjórða sæti listans er Þorbjörn hf í Grindavík með 14,391 þúsund þorskígildistonn sem er 4,60% af heildinni. Í sjöunda sæti er Vísir hf með 12.667 þúsund þorskígildi, sem er 4,05% af heildinni.

Þriðja Suðurnesjafyrirtækið situr í 13. sæti listans en það er Nesfiskur ehf. í Garði með 7,787 þúsund þorskígildi, sem er 2,49% af heildinni.

Stakkavík ehf í Grindavík er efst á lista yfir 50 stærstu fyrirtækin samkvæmt kvótastöðu í krókaaflahlutdeild. Fyrirtækið er með ríflega 2,500 þorskígildi sem eru 7,3% af heild.

Hugmyndir um svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi hafa mætt mikilli andstöðu víða. Bæjaryfirvöld í Grindavík eru á meðal þeirra sem hafa sent frá sér ályktun vegna málsins þar sem fyrningaleiðinni er hafnað enda ljóst af ofangreindu að miklir hagsmunir eru í húfi í bæjarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024