Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 4. júlí 2001 kl. 11:23

Kvótar að minnka og góð aflabrögð

Mjög er nú farið að róast við Grindavíkurhöfn að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra, og eru kvótar margra skipanna farnir að minnka. „Nú þegar hafa nokkur skip stöðvast vegna þess að kvótar þeirrra eru búnir og enn fleiri munu stoppa um og eftir miðjan júlí og ekki hefja veiðar aftur fyrr en á nýju kvóta ári“, segir Sverrir.
Aflabrögð hafa verið góð hjá línu og togskipum og mjög góð hjá frystskipunum sem hafa mokfiskað frá sjómannadegi. „Hrafn Sveinbjarnarson kom með annan fullfermistúrinn frá sjómannadegi og Gnúpur er væntanlegur með fullfermi af úthafskarfa eftir um tveggja vikna útivist. Um miðja síðustu viku kom Þorsteinn E.A. með fullfermi af kolmunna og fyrsta loðnan á sumarvertíð kom sl. þriðjudag, þegar Oddeyrin kom með fullfermi. Sunnutindur kom með fullfermi í gær“, segir Sverri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024