Kvölddagskrá undir berum himni
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, hyggst kanna hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að hafa kvölddagskrá 17. júní úti við framvegis. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með þá ákvörðun að færa kvölds dagskránna inn í Reykjaneshöll en þar hefur hún verið haldin undanfarin ár.
Meðal þess sem hefur verið á kvölddagskránni eru tónleikar en í mörg ár voru þeir haldnir fyrir utan Sparisjóðinn og snéru í átt að Skrúðgarðinum í Reykjanesbæ.
Mikið hefur verið rætt um þetta mál á meðal nafnleysingja á spjallvef Víkurfrétta og finnst t.d. einum það „alveg hræðilegt“ hvernig búið sé að skemma kvöldskemmtunina á 17. júní. En nú virðist bæjarstjórnin ætla að líta á þetta mál og kanna hvort ekki sé sniðugt að halda „úti“ tónleika næst.
Mynd: Úr safni