Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kvikuþrýstingur að ná jafnvægi í eldgosinu
Frá Grindavík síðdegis. VF-mynd: Ísak Finnbogason
Sunnudagur 14. janúar 2024 kl. 19:28

Kvikuþrýstingur að ná jafnvægi í eldgosinu

Enn gýs úr tveimur gossprungum rétt norðan Grindavíkur, sú stærri er við Hagafell en sú minni er rétt við bæjarmörkin. Hraun rennur úr báðum sprungum.

Minni sprungan, um 100 metra löng, sem opnaðist um kl.12 í dag er rétt um 200 metra frá hverfinu Efrahópi í Grindavík. Hraun rennur úr henni inn fyrir bæjarmörkin og veldur þar töluverðu tjóni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nyrðri og stærri sprungan er um 900 metra löng og rennur hraun úr henni aðallega til vesturs. Hraði hraunflæðis er ekki mikill, en er mestur í miðjum hrauntungum. Magn kviku sem streymir út úr gossprungunum, hraði hraunflæðis og stærð hraunsins verður metið betur á morgun.

Eftir að seinni gossprungan opnaðist dróg verulega úr aflögun og nánast stöðvaðist, einkum við Hagafell og norðan þess. Enn mælist þó aflögun innan Grindavíkur en hún fer minnkandi. Minnkandi aflögun er talið vera merki þess að kvikuþrýstingur sé að ná jafnvægi. Ekki er þó útilokað að fleiri gossprungur myndist, segir í tilkynningu Veðurstofu Íslands nú í kvöld.