Kvikusöfnun og landris heldur áfram við Svartsengi
Í gær urðu rétt rúmlega tuttugu jarðskjálftar umhverfis kvikuganginn við Sundhnúksgíga. Frá miðnætti í dag, 31. janúar, hafa mælst þar um ellefu minni skjálftar.
Kvikusöfnun heldur áfram undir svæðinu við Svartsengi og hefur land risið allt að 8 mm á dag undanfarna daga.
Hætta í tengslum við sprungur innan Grindavíkur er áfram metin mjög mikil.