Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikusöfnun hafin að nýju undir Svartsengi
Frá Svartsengi. VF/Hilmar Bragi
Miðvikudagur 11. september 2024 kl. 10:56

Kvikusöfnun hafin að nýju undir Svartsengi

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu mælist svipaður og í fyrri atburðum. Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi má búast við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu er of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær næsti atburður gæti orðið. Þó svo að eldgosinu sé lokið er enn virkni í hraunjaðrinum. Búast má við að hann haldi áfram að skríða fram næstu daga og hætta er á hruni úr honum. Gosstöðvarnar eru því hættulegar yfirferðar.

Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og er óbreytt. Hættumatið gildir fram að 17. september, að öllu óbreyttu.

Haettusvaedi_VI_10sept_2024

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024