Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikuinnskot og jafnvel eldgos getur hafist hvenær sem er
Eldgos þann 29. maí sl. VF/Ísak Finnbogason
Föstudagur 16. ágúst 2024 kl. 14:26

Kvikuinnskot og jafnvel eldgos getur hafist hvenær sem er

Jarðskjálftavirkni hefur verið nokkuð stöðug síðustu daga og hafa um 60 til 90 skjálftar mælst á sólahring. Flestir skjálftanna er smáskjálftar undir 1.0 að stærð á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Þetta er svipuð virkni og hefur verið síðustu tvær vikur.

Landris og kvikusöfnun hefur verið á nokkuð stöðugum hraða undanfarna daga. Einnig sýna líkanreikningar að rúmmál kviku undir Svartsengi er núna áætlað meira en fyrir síðasta eldgos sem hófst þann 29. maí. Fyrir síðasta gos hélt kvikusöfnun áfram í 2 vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef skoðuð er virkni fyrir fyrri eldgos og kvikuinnskot, að þá er skjálftavirkni nú ásamt landrisi að sýna skýr merki um að kvikuinnskot og jafnvel eldgos geti hafist hvenær sem er. Ef miðað er við síðasta eldgos, þá gæti þurft áframhaldandi kvikusöfnun í 2-3 vikur til viðbótar áður en nýtt eldgos hefst.

GPS-svartsengi16082024

Færslur á GPS stöðinni SENG við Svartsengi síðan 11. nóvember 2023 í norður, austur og lóðrétt (efst, miðja, neðst). Neðsti ferillinn sýnir landris í millimetrum, og mælingin í gær (15. ágúst) er sýnd með grænum punkti. Rauðu línurnar eru tímasetningar á upphafi síðustu fimm eldgosa (18. desember 2023, 14. janúar, 8. febrúar, 16. Mars og 29. maí 2024). Bláu línurnar tákna tímasetningar kvikuhlaupa sem hafa orðið án þess að hafi komið til eldgoss (10. nóvember 2023 og 2. mars 2024).

Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með stöðunni allan sólahringinn.   Hægt er að sjá hættumat hér, en það gildir að öllu óbreyttu til 20. ágúst.