Kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Áköf jarðskjálftavirkni stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta bendir til þess að kvikuhlaup gæti verið að hefjast eða hafið og líklegt sé að eldgos hefjist í kjölfarið, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Rýming er hafin í Grindavík í ljósi þess að Veðurstofa Íslands telur að kvikuhlaup sé mögulega yfirvofandi á svæðinu.
Lögreglan á Suðurnesjum og Almannavarnir biðla til íbúa annara sem eru á svæðinu að yfirgefa það sem fyrst og hlýða fyrirmælum viðbragðsaðila við rýminguna.