Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var
Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum fyrir stundu. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Vísir.is greinir frá þessu í nótt.
Haft er eftir Elísabetu Pálmadóttir náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni að ljóst er að jarðhræringarnar á Reykjanesi eru mjög stór atburður. Þannig sé atburðurinn miklu stærri heldur en áður hefur sést á Reykjanesskaganum. Svo virðist sem kvikugangurinn virðist vera að teygja sig að svo stöddu í suðvestur. Það þýðir að gangurinn liggur frá Sundhnjúkagígum í gegnum Grindavík og svo áfram suðvestur eða nærri þrjá kílómetra í þá átt.
Vísir.is segir að möguleiki er á að opnast geti stór sprunga á svæðinu. Fylgst er vel með stöðu mála. Farið verður vel yfir gögnin öll í fyrramálið.
Gögnin geta bent til að að eldgos geti orðið á næstunni en ekkert er hægt að fullyrða um það að svo stöddu, segir Elísabet í samtali við Vísi.