Kviknaði í út frá sjónvarpi
Um klukkan hálf fjögur í nótt var tilkynnt um eld í íbúð við Faxabraut í Keflavík í nótt. Svo virðist sem kveiknað hafi í út frá sjónvarpi og var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Hjón voru í íbúðinni en þau voru komin út þegar slökkvilið bar að. Hjónin voru í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði, en þau vöknuðu við sprengingu sem talið er að hafi verið í sjónvarpinu. Karlmaður var lagður inn á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.