Kviknaði í gömlu blaðamannastúkunni
Eldur kom upp í skúr við gamla fótboltavöllinn við Vallargötu í Njarðvík nú fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðsmanna á vettvangi gekk greiðlega að slökkva eldinn í skúrnum. Þeir höfðu á orði að logað hefði ansi glatt en skjót viðbrögð björguðu því að eldurinn breiddist út. Skúrinn gengdi m.a. hlutverki sjoppu á Njarðvíkurvellinum og var einnig var blaðamannastúkan þarna til húsa. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.