Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kviknaði í bifreið á Reykjanesbraut
Sunnudagur 21. nóvember 2004 kl. 12:33

Kviknaði í bifreið á Reykjanesbraut

Eldur kviknaði í bifreið á Strandarheiði á Reykjanesbraut rétt eftir miðnætti í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar forðaði sér út úr bifreiðinni sem er af gerðinni Isuzu Trooper. Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað út til að slökkva eldinn sem gekk greiðleiga. Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt, en talið er að eldurinn hafi kviknað í vél bílsins.

VF-mynd/Héðinn Eiríksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024