Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikmyndinni
Laugardagur 21. október 2006 kl. 14:17

Kvikmyndinni "Flags of Our Fathers" vel tekið

Ný kvikmynd Clint Eastwood, Fánar feðranna (Flags of Our Fathers), var frumsýnd vestanhafs í gær. Myndin var að talsverðu leyti tekin í nánd við Krýsuvík en hún fjallar um árás bandarískra landgönguliða á japönsku eyna Iwo Jima í seinni heimstyrjöldinni.

Myndin fær góða dóma í blöðum vestra segir á vef Ríkisútvarpsins. Kvikmyndagagnrýnandi Los Angeles Times segir að menn megi vera þakklátir fyrir að Eastwood, sem er 76 ára, skuli enn vera að. Gagnrýnandi New York Times segir að Eastwood endurskapi sviðna jörð Iwo Jima með því að taka mest allan lit úr myndinni þannig að margar senur á eynni virðist teknar í svarthvítu. Það virðist ómögulegt að nokkur lífvera þrífist þar til lengdar.

 

Mynd: Flaggað á húsi í byggingu á Suðurnesjum í anda Flags of our Fathers.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024