Kvikmyndataka við Rockville í morgun
Nokkur atriði í stórmyndina A little trip to heaven sem Baltasar Kormákur leikstýrir voru tekin upp á Miðnesheiði í morgun. Búið var að koma upp rafmagnsstaurum á vegarspottann frá Sandgerðisvegi og að Rockville. Rafmagni var þó ekki hleypt á línurnar á staurunum heldur voru þeir notaðir sem sviðsmynd í kvikmyndina.
Á milli 60 og 70 manns koma að vinnu við kvikmyndina á tökustað og var verið að undirbúa tökur á kvikmyndinni þegar Víkurfréttir litu þar við. Meðal leikenda í myndinni er Forest Whitaker og Julia Stiles.
Myndin: Baltasar Kormákur ásamt samstarfsfólki sínu við Rockville í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.