Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikmyndataka í Leifsstöð
Laugardagur 20. nóvember 2004 kl. 14:05

Kvikmyndataka í Leifsstöð

Tökur á kvikmyndinni „Í takt við tímann“ fóru fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag og var mikið fjör á bæði leikurum og starfsliði kvikmyndarinnar. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður sagði í samtali við Víkurfréttir að um væri að ræða síðustu tökur í kvikmyndinni sem frumsýnd verður um jólin.

Eins og allir ættu að vita er kvikmyndin „Í takt við tímann“ í beinu framhaldi af einni vinsælustu kvikmynd allra tíma á Íslandi, „Með allt á hreinu“ sem frumsýnd var hér á landi fyrir um 20 árum.

 

Myndin: Verið að taka eitt atriðanna upp í Leifsstöð í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024