Kvikan verður opin til áramóta
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að Kvikan verði opin til áramóta og gerður verði tímabundinn ráðningarsamningur við starfsmenn til þess tíma. Á meðan verði unnið að framtíðarstefnumótun fyrir Kvikuna.
Á fundi bæjarráðs var lögð fram greinargerð upplýsinga- og markaðsfulltrúa Grindavíkurbæjar um starfsemi og stöðu Kvikunnar. Bæjarráð fól á fundinum sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og upplýsinga- og markaðsfulltrúa að leita eftir tilboðum í stefnumótunarvinnuna.