Kvikan opin um helgina: Sérfræðingar mæta á svæðið
Um helgina býðst Grindvíkingum að koma saman í Kvikunni menningarhúsi að Hafnargötu 12. Eldfjalla- og jarðskjálftafræðingar frá Veðurstofu Íslands auk fulltrúa frá Almannavörnum ríkislögreglustjóra og Grindavíkurbæ munu fara yfir stöðuna og svara spurningum gesta.
Í dag, laugardag, verður streymt frá YouTube síðu bæjarins en hægt verður að nálgast tengil á streymið bæði á Facebook síðu bæjarins og á vefsíðu Grindavíkurbæjar, kl. 14:30. Hægt verður að senda spurningar í gegnum streymið.
Hægt verður að nálgast upptökur af streyminu á YouTube vef bæjarins.
Á sunnudaginn verður pólskur túlkur á staðnum svo hægt er að spyrja og svara spurningum á pólsku.
ATH. af sóttvarnarástæðum er 50 manna hámark í hvorum sal og grímuskylda.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.