Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvennakórinn og Leikfélagið fengu Súluna
Fimmtudagur 20. nóvember 2008 kl. 21:49

Kvennakórinn og Leikfélagið fengu Súluna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennakór Suðurnesja og Leikfélag Keflavíkur fengu menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2008, Súluna. Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar afhentu formönnum félaganna verðlaunin í bíósal Duus húsa síðdegis í dag.
Félögin fögnuðu bæði fjörtíu ára afmæli nýlega, Kvennakórinn á þessu ári og Leikfélag Keflavíkur í fyrra. Kvennakórinn fór í söngferð til Ítalíu og kom heim með tvenn gullverðlaun úr kóramóti og LK hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu með góðar leiksýningar, þar á meðal eina á fjölunum núna, Sex í sveit.
Kvennakórinn tók þrjú lög á afhendingunni í kvöld við mikla hrifningu gesta. Fjölmenni var í bíósalnum og fékk súkkulaðidrykk og marsipantertu eftir athöfnina.

Verðlaunahafar Súlunnar 2008 með bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og menningarfulltrúa.

Kvennakórsdömurnar voru ánægðar með viðurkenninguna og slógu á létta strengi.

.