Kvennakórinn fær 300.000 kr. frá bæjarstjórn
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum síðdegis í gær að veita 300.000 kr. til menningar- og safnaráðs bæjarins, sem síðan mun koma styrkveitingunni áfram til Kvennakórs Suðurnesja.Kvennakór Suðurnesja er gestgjafi á fimmta landsmóti kvennakóra sem fer fram í Reykjanesbæ helgina 3.-5. maí nk. Fjöldi þátttakenda er orðinn á fimmta hundrað konur. Það var Jónína Sanders sem lagði fram tillögu um að kórinn fengi þennan styrk frá menningar- og safnaráði og var styrkveitingin samþykkt 11-0.