Kvennahlaup á morgun
Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á morgun um allt land. Samstarfsaðili Kvennahlaupsins í ár er Hjartavernd, en þema hlaupsins að þessu sinni er "Hreyfing er hjartans mál".
Hlaupið verður í öllum byggðalögum Suðurnesja eins og jafnan áður sem hér segir:
Keflavík:
Hlaupið frá Vatnaveröld/Sundmiðstöð Sunnubraut 31. Forsala í Sundmiðstöðinni 7. og 14. Júní kl. 16-18. 2 - 3,5 og 7 km.
Sandgerði:
Hlaupið frá Reynisheimilinu Stafnesvegi. Forsala í Íþróttamiðstöð Sandgerðisbæjar. 1.5, 3 og 5 km.
Vogar:
Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00, Forsala í Íþróttamiðstöðinni. 2 km.
Grindavík:
Hlaupið frá Sundlaug Grindavíkur kl. 11:00. Forsala á opnunartíma sundlaugar. 3,5 - 5 og 7 km.
Garður:
Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni Garði kl. 11:00. Forsala í Íþróttamiðstöðinni. 2 - 3,5 og 5 km.
Mynd: Frá Kvennahlaupinu í fyrra.