Kvenfélagið Gefn í Garði heldur jólaball 30. desember
Kvenfélagið Gefn í Garði heldur sína árlegu jólatrésskemmtun 30. desember, frá klukkan 15:00 til 17:00 í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Að venju verður boðið upp á fjöruga tónlist, söng og gleði og veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Þá er von á jólasveinum í heimsókn með glaðning í poka fyrir yngstu börnin.
Aðgangur er ókeypis og vilja kvenfélagskonur hvetja Garðbúa og gesti þeirra til að mæta í jólaskapi með börnunum og hafa gaman saman.