Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvenfélagið Fjóla færir Kálfatjarnarkirkju höfðinglega gjöf
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 11:11

Kvenfélagið Fjóla færir Kálfatjarnarkirkju höfðinglega gjöf

Kvenfélagið Fjóla í Vogum afhenti þann 2. desember sl. Kálfatjarnarkirkju skjávarpa, upptökuvél og tjald að gjöf að verðmæti 500.000 kr. Hanna Helgadóttir, formaður kvenfélagsins, afhenti gjöfina og veitti Símon Rafnsson, formaður sóknarnefndar, gjöfinni viðtöku fyrir hönd kirkjunnar. Þessi glæsilega gjöf mun nýtast kirkjunni til að taka upp athafnir til varðveislu og til að varpa kirkjulegum athöfnum yfir í þjónustuhús kirkjunnar.
Kvenfélagið Fjóla hefur alla tíð verið afar vinveitt kirkjunni og hefur kvenfélagið meðal annars gefið mestan hluta af hljóðkerfi kirkjunnar.

Fyrir hönd kirkjunnar þakkar sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar kvenfélaginu Fjólu kærlega fyrir sýndan hlýhug, segir í tilkynningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024