Kveiktu í yfirgefnum bíl
Laust eftir miðnætti í nótt var kveikt í bifreið, sem farið hafði útaf á Flugvallarvegi fyrir nokkrum dögum. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja kom og slökktu eldinn í bifreiðinni, sem er ónýt eftir. Vitni sá til tveggja bifreiða, sem voru við bifreiðina skömmu fyrir brunann og er þeirra nú leitað. Málið er í rannsókn.
Vf-mynd/Þorgils
Vf-mynd/Þorgils