Kveiktu í ruslatunnu
Lögregla hafði afskipti af þremur drengjum, 12 og 13 ára, í GRindavík í gærkvöldi, en þeir höfðu borið eld að ruslatunnu sem stendur bak við kirkjuna þar í bæ.
Lögreglumenn slökktu eldinn með slökkvitæki, en tunnan er skemmd eftir eldinn. Eftir það var haft samband við foreldra drengjanna og þeim skýrt frá málsatvikum.