Kveiktu í bók í örbylgjuofni í 10/11
Lögreglumenn á Suðurnesjum sem voru á eftirlitsferð í Keflavík í gærmorgun veittu því athygli að reykur var að myndast inn í 10/11 versluninni við Hafnargötu. Þegar þeir komu inn í verslunina voru starfsmenn að keppast við að slökkva í bók sem sett hafði verið inn í örbylgjuofn sem er við afgreiðsluna.
Sögðu starfsmennirnir tvo menn hafa sett bókina inn í ofninn og hlaupið síðan út úr versluninni og stokkið upp í leigubifreið. Málið er í rannsókn.