Kveiktu í bifreið á Iðavöllum
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvö karlmenn sem eru grunaðir um að hafa kveikt í bifreið við efnalaug á Iðavöllum í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í morgun.
Að sögn lögreglu sást til mannanna hlaupa frá bifreiðinni í morgun og voru þeir teknir höndum og færðir til yfirheyrslu.
Lögreglan segir að bifreiðin hafi skemmst töluvert en hún var ekki á númerum. Málið er í vinnslu og segist lögreglan ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.