Kveikti varðeld sem barst í sinu
	Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um mikinn sinueld í umdæminu um helgina, í nágrenni við Hafnir.  Þar hafði einstaklingur kveikt varðeld án heimildar. Eldurinn komst í sinu og mátti  litlu muna að hann næði að læsa sig í sumarbústað þarna nærri. 
	
	Allt fór þó vel og tókst að ná niðurlögum eldsins áðurn en hann barst í  sumarbústaðinn.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				