Kveikt verður í áramótabrennum í Garði og Reykjanesbæ í dag kl. 18
 Veðurspáin er mildari fyrir daginn í dag og er líklegt að vind lægi enn frekar þegar líður á daginn.  Fulltrúar í samráði við lögreglu og slökkvilið BS ákveðið að brennuhald verði eftirfarandi:
Veðurspáin er mildari fyrir daginn í dag og er líklegt að vind lægi enn frekar þegar líður á daginn.  Fulltrúar í samráði við lögreglu og slökkvilið BS ákveðið að brennuhald verði eftirfarandi:Garður: kveikt verður í brennu kl 18:00 í dag á gamla malarvelli íþróttasvæðis. Að auki mun bæjarfélagið standa fyrir flugeldasýningu.
Reykjanesbær: kveikt verður í brennu kl 18:00 í dag norður af Bergi.
Áramótabrennum sem fyrirhugaðar voru í Sandgerði og Vogum verður frestað til laugardagsins 5 janúar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				