Atnorth
Atnorth

Fréttir

Kveikt í vallarhúsinu í Njarðvík
Laugardagur 24. október 2009 kl. 09:51

Kveikt í vallarhúsinu í Njarðvík


Eldur var borinn að vallarhúsi knattspyrnudeildar Njarðvíkur í nótt. Brotist var inn í húsið og eldur kveiktur í einu herbergja þess. Talsverður eldur logaði í herberginu þegar slökkvilið bar að og náði hann að teygja sig upp í loft.  Fljótlega tókst að slökkva eldinn og hindra frekari útbreiðslu.
Brennuvargarnir kveiktu einnig í bíl sem tilheyrir deildinni og stóð fyrir utan húsið. Ekki er vitað hverjir voru að verki en unnið er að rannsókn málsins.

Mynd úr safni

Bílakjarninn
Bílakjarninn