Kveikt í skúrum á Patterson og Vallarheiði
Kveikt var í gömlum vinnuskúr á Pattersonsvæðinu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja var kallað til og slökkti eldinn. Síðan um tuttugu mínútum síðar var kveikt í öðrum vinnuskúr, sem var staðsettur í verktakahverfinu á Vallarheiði. Slökkviliðið frá BS var einnig kallað til í þann bruna og slökkti eldinn en talsverðan reyk lagði frá skúrunum.
Af verksummerkjum að dæma er sami aðilinn grunaður um báðar íkveikjurnar og er hans nú leitað. Annars var næturvaktin tíðindalaus.
Mynd: Eldur logar á Vallarheiði. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson