Kveikt í saltpétri
Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið tilkynning þess efnis að eitthvað undarlegt væri á seyði við inngang á húsi sem staðið hefur autt í Keflavík. Þegar að var gáð reyndist eldur hafa verið tendraður þar í saltpétri. Sem betur fer var hann svo fjarri húsinu, að hann náði ekki að læsa sig í það.
Þá barst tilkynning þess efnis að einhver hefði tjaldað og væri búinn að kveikja eld í aðstöðu skógræktar neðan við Vatnsholt í Keflavík. Reyndist þar vera á ferðinni erlent par sem var að bíða eftir flugi og hafði tekið til við að hita sér mat á prímus.