Kveikt í ruslatunnum við húsvegg
Lögreglunni á Suðurnesjum var síðastliðinn föstudag gert viðvart um að eldur væri laus við íbúðarhúsnæði í Njarðvík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að tvær ruslatunnur höfðu verið teknar af hefðbundnum stað framan við húsið og settar upp við vegg þess fyrir aftan það. Þar hafði verið kveikt í þeim.
Húsráðendur urðu varir við eldinn og náðu að færa tunnurnar frá veggnum áður en skaði hlytist af þessu hættulega athæfi. Slökkvilið kom síðan á vettvang og slökkti eldinn.