Kveikt í ruslagám
Laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í ruslagám við Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn en stórtjón hefði getað hlotist af ef ruslagámurinn hefði staðið nær húsinu.
Til allrar lukku var það aðeins gámurinn sem skemmdist en um íkveikju var að ræða og telur lögreglan í Keflavík sig vita hverjir voru þarna að verki.
Myndin tengist ekki atvikinu