Þriðjudagur 25. september 2012 kl. 10:53
Kveikt í nýbyggingu í Reykjanesbæ
Eldur var borinn að rusli í nýbyggingu við Leirdal í Reykjanesbæ um nýliðna helgi. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og réð það niðurlögum eldsins. Ekki varð mikið tjón í eldinum.
Myndin var tekin þegar unnið var að slökkvistarfi sl. laugardagskvöld.