Kveikt í Lödu milli Garðs og Keflavíkur
				
				Kveikt var í Lada bifreið við fiskhjalla í Leiru milli Garðs og Keflavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi.Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk boð frá Neyðarlínunni um eldinn og sendi slökkvibíl á staðinn. Fljótlega gekk að slökkva eldinn og er talið að einhver hafi verið að losa sig við eðalvagninn með þessum hætti.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				