Mánudagur 31. desember 2007 kl. 09:27
Kveikt í hurð með flugeldum
Í gærkvöldi var útidyrahurð að félagsheimili Eldingar í Garðinum við Garðbraut í Garði skemmd. Þar hafði verið komið fyrir flugeldum og kveikt í. Talsverðar skemmdir á hurðinni. Ekki vitað hver eða hverjir voru hér að verki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum.