Kveikt í gólfefnum körfuboltavallar
Kveikt var í gólfefnum körfuboltavallarins við Hópskóla í Grindavík fyrir helgina. Fram kemur á vefsíðunni Grindavík.net, að Guðmundi Bragasyni sem býr í nágrenni við Hópskóla, hafi verið gert viðvart af ungum börnum sem komu hlaupandi til hans.
Guðmundur og Bragi sonur hans brugðust skjótt við og fylltu þó nokkrar tveggja lítra flöskur af vatni og náðu þeir að slökkva eldinn sem kraumaði í plastinu með því móti.
Guðmundur segir í viðtali við Grindavík.net, að þetta hefði getað farið verr eins og myndin ber með sér. „Það kraumaði töluverður eldur í þessu og brunasvæðið hefði stækkað ört, Sem betur fer náðum við að stoppa þetta og slökkva eldinn.“
„Það er synd að skemmdarvargar láti ekki þennan völl í friði. Það hefur áður verið kveikt í honum. Hann er mikið notaður af bæði yngri sem eldri og gaman að sjá hvað mikið líf er á honum,“ sagði Guðmundur að lokum.
Ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð, en mikil mildi þykir að það náðist að stoppa útbreiðslu eldsins svona fljótt því mikill eldsmatur er í vallargólfinu og hefði þetta geta farið mjög illa.