Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kveikt í blaðagámi
Miðvikudagur 29. desember 2004 kl. 10:41

Kveikt í blaðagámi

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar að plani Samkaupa í Njarðvík í gærkvöldi þar sem kveikt hafði verið í móttökugámi fyrir dagblöð og tímarit. Vildi til happs að gámurinn hafði nýlega verið tæmdur og var því lítill eldsmatur og áttu slökkviliðsmenn ekki í vandræðum með eldinn. Tjón var lítið sem ekkert en hefði hæglega getað verið meira þar sem vinnuvél stóð þétt við gáminn.

 

Nokkrir piltar sáust á hlaupum frá gámnum en náðust ekki. Nú rennur upp sá tími sem útköllum sem slíkum fer fjölgandi og er vert að brýna fyrir börnum og unglingum hversu afdrifaríkt fikt með eld getur verið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024