Kveikt í bílhræi í Hópsnesi
	Kveikt var í bílhræi á Hópsnesi við Grindavík, skammt frá Hópsnesvita, þann 4. apríl sl. kl. 22:30.
	
	Lögregla fór á vettvang en í samráði við slökkviliðsstjóra var ákveðið að aðhafast ekkert enda allt brunnið og bíllinn númerslaus. Þetta athæfi, að kveðja í bíl úti í náttúrunni, flokkast sem slæm umhverfisspjöll og eru allir þeir sem veitt geta upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við lögreglu.
	
	 


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				