Mánudagur 30. maí 2005 kl. 10:16
Kveikt í bifreið á Miðnesheiði
Í morgun fékk lögreglan tilkynningu um að reyk legði frá Miðnesheiði. Þegar lögreglan kom á staðinn sá hún þar bifreið sem kveikt hafði verið í á heiðinni milli Garðs og Sandgerðis. Ekki er vitað hver eða hverjir kveiktu í að svo stöddu og er málið í rannsókn