Kveikt á kertum í Keflavíkurkirkju fyrir Kristin Veigar
Minningarathöfn um Kristin Veigar Sigurðsson, litla drenginn sem lést í umferðarslysi á Vesturgötu í Keflavík á föstudag, var haldin í Keflavíkurkirkju nú undir kvöld. Athöfnin var fjölmenn. Séra Sigfús B. Ingvason ræddi um sorgina og sorgarviðbrögð við þá sem mættu til athafnarinnar. Hann bað fólk einnig um að vera ófeimið við að gráta og þá gafst viðstöddum tækifæri til að kveikja á kertum fyrir Kristinn Veigar. Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf athafnarinnar í Keflavíkurkirkju.