Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kveikja á kertum við nýjan göngustíg og minnast fórnarlamba umferðarslysa
Laugardagur 14. nóvember 2020 kl. 07:12

Kveikja á kertum við nýjan göngustíg og minnast fórnarlamba umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2020 verður sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni mun engin eiginleg minningarathöfn fara fram með viðbragðsaðilum en Samgöngustofa og einingar Slysavarnafélagsins eru að leita annara leiða.

Slysavarnadeildin Una í Garði mun kveikja á kertum á nýja stígnum á milli Garðs og Sandgerðis og verður dregið úr birtu frá ljósastaurum á milli klukkan 19 og 19:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Félagar Unu vilja ekki að hvetja til hópamyndanna en vona að fólk minnist þeirra sem látist hafa og leiði hugann að eigin ábyrgð í umferðinni. Auk þess sem við þökkum þeim viðbragsaðilum sem veita hjálp og björgun,“ segir í tilkynningu.