Kvartar undan nábúð við hesta
Grindavíkurbæ hefur borist kvörtun frá íbúa við Víkurbraut í Grindavíkurbæ. Kvörtunin var send til skipulags- og umhverfisnefndar vegna slælegrar umgengni og nábúðar við hesta sem hafa aðsetur við næstu nærliggjandi lóð við heimili þess sem kvartar.
Nefndin hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara erindinu, en leggur til að bæjaryfirvöld vinni samþykkt um búfjárhald í þéttbýli eins og um er rætt í lögreglusamþykkt.