Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvartanir vegna samkvæma heimahúsum
Mánudagur 11. ágúst 2008 kl. 08:14

Kvartanir vegna samkvæma heimahúsum

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í gleði næturinnar vill oft gleymast að taka tillit  til nágrannana. Lögreglan á Suðurnesjum fór þrisvar, aðfaranótt laugardags,  í heimahús vegna kvartana í tengslum við samkvæmi. Í öllum tilfellum tók fólk vel í afskipti lögreglu og lofaði að vera tillitsamara.


Stöðugt eftirlit var á milli Vallarheiði, Njarðvíkur og Keflavíkur, þessa nótt því stórdansleikur fór fram í Officerklúbbnum á Vallarheiði þar sem Sálin lék fyrir dansi og var töluverður straumur þangað uppeftir.

Lögregla hafði afskipti af einum aðila sem var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og einum ölóðum ólátabelg sem fékk að gista í fangahúsi sömu nótt. Lögregla handtók hann á Hafnargötu í Reykjanesbæ.