Kvartanir vegna ólyktar
Megnan óþef leggur endrum og sinnum yfir Sandgerðisbæ og þá sér í lagi þegar gott er í veðri. Lesandi hafði samband við Víkurfréttir og vildi meina að óþefinn mætti rekja til starfsemi Skinnfisks ehf sem staðsettur er skammt frá Sandgerðishöfn. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tók málið fyrir á bæjarráðsfundi á þriðjudag þar sem kvartanir frá íbúum og gestum í Sandgerði sem og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafði rignt inn til bæjaryfirvalda.
Í bókun bæjarráðs segir að ráðið leggi áherslu á umhverfismál og fegrun bæjarfélagsins enda kalli íbúar eftir aðgerðum og úrræðum bæjaryfirvalda hið fyrsta í umræddu máli.
Víkurfréttir höfðu samband við Ara Leifsson, framkvæmdastjóra Skinnfisks, og sagði Ari að vinnslan í húsinu hefði ekkert breyst. „Við erum að vinna nákvæmlega það sama og við höfum alltaf verið að gera, í hitanum á sumrin stígur kannski upp einhver lykt en starfsemin hjá okkur hefur ekkert breyst. Við erum að gera sömu hluti og við höfum verið að gera sl. 10 ár,“ sagði Ari.
Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingar í Sandgerði, sagði að bæjaryfirvöld hefðu ekki leyfi til þess að taka starfsleyfi af fyrirtækjum í bænum og til þess myndi ekki koma. Farsælla væri að leita lausna sem féllu öllum í geð. „Það er ekki markmiðið að kippa rekstrargrundvelli undan fyrirtækjum í bænum, í þessu máli munum við leita lausna sem henta öllum,“ sagði Ólafur í samtali við Víkurfréttir.
Í bókun bæjarráðs segir að ráðið leggi áherslu á umhverfismál og fegrun bæjarfélagsins enda kalli íbúar eftir aðgerðum og úrræðum bæjaryfirvalda hið fyrsta í umræddu máli.
Víkurfréttir höfðu samband við Ara Leifsson, framkvæmdastjóra Skinnfisks, og sagði Ari að vinnslan í húsinu hefði ekkert breyst. „Við erum að vinna nákvæmlega það sama og við höfum alltaf verið að gera, í hitanum á sumrin stígur kannski upp einhver lykt en starfsemin hjá okkur hefur ekkert breyst. Við erum að gera sömu hluti og við höfum verið að gera sl. 10 ár,“ sagði Ari.
Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingar í Sandgerði, sagði að bæjaryfirvöld hefðu ekki leyfi til þess að taka starfsleyfi af fyrirtækjum í bænum og til þess myndi ekki koma. Farsælla væri að leita lausna sem féllu öllum í geð. „Það er ekki markmiðið að kippa rekstrargrundvelli undan fyrirtækjum í bænum, í þessu máli munum við leita lausna sem henta öllum,“ sagði Ólafur í samtali við Víkurfréttir.