Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvartað yfir lyktarmengun frá fiskþurrkun í Garði
Þurrkaðar fiskafurðir. Mynd úr safni.
Þriðjudagur 26. janúar 2016 kl. 09:24

Kvartað yfir lyktarmengun frá fiskþurrkun í Garði

Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra í Garði hefur verið falið að undirbúa fund með eigendum fiskþurrkunarstöðva í Garði sem heitloftsþurrka fiskafurðir. Fjölmargar kvartanir vegna lyktarmengunar hafa borist vegna starfseminnar.

Á fundi bæjarráðs fyrir helgin var lagt fram minnisblað bæjarstjóra frá fundi bæjarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins með framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem haldinn var þann 12. janúar sl. þar sem m.a. var farið yfir þær kvartanir sem borist hafa frá íbúum í Garði vegna lyktarmengunar frá fiskþurrkun í byggðarlaginu
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024