Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvartað yfir lausum hundum í Grindavík
Hundar eiga alltaf að vera í taumi. Mynd úr safni.
Föstudagur 19. september 2014 kl. 09:41

Kvartað yfir lausum hundum í Grindavík

Borist hafa kvartanir vegna lausagöngu hunda í Grindavíkur og í landi bæjarins, svo sem í kringum Þorbjörn. Bæjaryfirvöld árétta í tilkynningu að lausaganga hunda er óleyfileg í sveitarfélaginu. Er fólki jafnframt bent á að koma  ábendingum um lausagöngu hunda til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja en þeir hafa málaflokkinn á sinni hendi.

Í samþykktum sveitarfélagsins kemur skýrt fram fram að að lausaganga hunda sé bönnuð (sbr. 2. gr. C-lið) en misbrestur virðist vera á því. Í reglugerðinni segir m.a:

„Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skóla, íþróttahús, sundstaði, barnaleikvelli, almenningsfarartæki, matvöruverslanir, fiskverkunarhús eða aðra staði þar sem matvæli eru um hönd höfð, ennfremur sjúkrahús, kirkjur, bókasöfn og aðrar opinberar stofnanir. Þarfahundar á lögbýlum (smalahundar) mega ekki ganga lausir utan girðingar nema þegar þeir eru notaðir við smölun“.

d. Hundahald í sambýlishúsum er háð því að eigendur/umráðamenn íbúða eða stjórn húsfélaga samþykki slíkt og ber umsækjanda að leggja fram skriflegt samþykki þeirra með umsókn sinni til hundahalds.

e. Hundaeigendum ber að hlýta að öðru leyti lögum og reglum er hundahald varða, þar á meðal reglum um árlega hreinsun (bandormahreinsun) svo og fyrirmælum sem heilbrigðisnefnd kann að setja.

f. Hundar mega ekki valda ónæði með spangóli eða gelti.

g. Þegar hundur er í festi á húslóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.

h. Hundaeigendum ber að viðhafa fullkomið hreinlæti í meðferð hunda sinna og m.a. fjærlægja hundaskít.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024